Ekki viss um að prótein hafi einhver bein áhrif, en mér skilst að það sé ekki 100% skilið af hverju maður fær harðsperrur. En svefn: +1. Það virðist vera það eina sem dugar af viti.
Fólk heldur að það sleppi með ónýtann svefnriðma, en þegar maður byrjar loksins að sofa almennilega þá sér maður muninn.
Ástæðan er talin vera aðallega vökvasöfnunar vegna bólgu, svo eru það hlutir eins og bólgur á hvatberum og skemmdir á Z-línunum sem afmarka sarcomeruna sem minnkandi geta vöðvans til að framleiða ATP.
Fyndið að það skuli ekki vera búið að komast til botns í jafn algengu og vel þekktu fyrirbæri eins og harðsperrur:)
Meira að þessi grein segir að ekki sé alveg á hreinu af hverju létt áreynsla geti lagað harðsperrur.
Var ekkert að tala um hvað lagaði harðsperrur, bara hvað harðsperrur væru, það er ekkert mikið flóknara en þetta, ef þú vilt eitthvað dýpra er það auðveldlega gúggúlable.
Ég yrði ekki hissa þó það væri hægt að skrifa hundrað blaðsíðna bók um harðsperrur. Allt svona líffræðidæmi er mjög flókið. Ég meina kærastan mín er í læknisfræði og heima hjá okkur er til bók sem heitir “the basics of central nervous system” og hún er A4 stærð og 500bls, og það eru bara grunnatriðin sem allir læknar þurfa að læra.
Ef ég er spurður um hvað harðsperrur eru þá svara ég: Skemmdir á vöðvaþráðum! Einfallt og gott en Vitfirringur opnaði gluggan fyrir þessu þegar hann sagði að ástæðurnar væru ekki 100% þekktar. Það er eftir því sem ég best veit rétt hjá honum og ég bætti því við sem ég vissi.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..