Sá talað um Omega 3 í heilsuþátti Jóhönnu á inntv.Hlýtur að koma inn á Inntv.is innann skamms.
Þau töluðu m.a. um þessi egg í gulu bökkunum sem stendur að eigi að vera með meira Omega 3. Það er útaf því að hænunum eru gefin hörfræ.
Það er mjög mikilvægt að það sé jafnvægi í Omega 3 og Omega 6. Omega 6 er t.d. mikið í öllum steikingarolíum og því mikið í skyndibitamat.
Persónulega fæ ég mér alltaf hörfræ og hveitikím og blanda því saman í hafragrautinn á morgnanna. Nóg af Omega 3 úr hörfræjum. Hveitikím hefur svo járn, kalíum og e-vítamín. Hveitikím er líka ríkt af próteini og inniheldur meira af því en í flestum öðrum kjötvörum. Önnur næringarefni í hveitikími:itusýrur, ríbóflavín, kalsíum, sink, magnesíum og A-, B1- og B3-vítamín í miklu magni. B1- og B3-vítamín eru mjög mikilvæg til að viðhalda jafnri orku og heilbrigði vöðva.
Heimild:
http://www.gardheimar.is/index.php/hollt-a-gomsaett/frettir-og-viebureir-ur-heilsudeild/737-hveitikim