Ég er enginn expert um þessi mál en mín ágiskun væri að þú ættir að finna hvað þú brennir mörgum kaloríum á dag í hvíld, kallast BMR eða Basic Metabolic Rate, getur fundið reiknivélar út um allt internetið… nota bara google.
Svo geturðu fundið út hvað þú brennir mörgum kaloríum (u.þ.b.) með það í huga hvað þú ert aktívur, getur líka fundið það á netinu. Held það heiti Harris Benedict Equation.
Þá færðu einhverja x kaloríur sem þú þarft að borða á dag til að viðhalda þinni þyngd. Þessi tala þarf ekki að vera 100% rétt en hún er gott viðmið. Svo geturðu tekið þessar x kaloríur og dregið frá kannski 500 kaloríur (afþví þú vilt léttast) og deila svo þeirri tölu í 5 eða 6 eða bara eftir því hversu margar máltíðir þú ætlar að éta á dag.
Og þar hefurðu fjölda kaloría sem þú þarft að hafa í hverri máltíð. Og ef þú vilt ekki missa vöðva þá þarftu bara að éta nóg að próteini í hverri máltíð og muna að lyfta þungt 3-5 sinnum í viku.
Ef ég fer með fleypur þá leiðréttir einhver mig örugglega.
Bætt við 23. október 2010 - 14:31
En já gleymdi einu. Eins og ég sagði þá er þessi kaloríufjöldi ekki heilög tala og þú þarft svo að fylgjast með á vigtinni, í speglinum, með fitumælingum og með árangri í ræktinni o.s.fv. hvort mataræðið sé að virka. Og svo geturðu tweakað matarræðið til eins og að fækka kaloríum eða auka eða bæta meira próteinni, kolvetnum eða fitu inn eða hvað sem það gæti verið.