Spurning sko, held það fari mjög eftir því hvað maður er að gera, hvað maður er að éta og hvort maður sé að supplementa og hvað maður sé þá að supplementa. Ég er búinn að þyngjast um 5kg á síðustu 4 vikum, enda keypti ég mér gainer sem ég fékk mér í morgunmat og eftir æfingar og var að taka creatine. Samt mjög lítil fita bæst á mann, en þetta er auðvitað vatnsþyngd líka.
En ég hef ekki hugmynd um hvað það má búast við að þyngjast á ári. Fer það ekki bara eftir því hversu langt menn eru komnir? Því lengra kominn sem maður er, því erfiðara er að þyngjast. 130kg maður sem er búinn að æfa í 15 ár er ekki að fara að bæta á sig kg af vöðvum jafn hratt og 60 kg maður sem er nýbyrjaður.