ok. Ég hef persónulega farið í gegnum svipað ferli nema það að ég var talsvert léttari, 105kg og hafði 20 vikur til að grennast, útskriftarferð þar sem allur árgangurinn myndi sjá mig á sundstuttbuxum mest alla ferðina….
Þetta er það sem virkaði fyrir mig. Efast um að margir hér að ofan hafi gert eithvað svona. Ég miðaði við að grennast um 1kg á viku.
Ég fór 6x í viku í ræktina lyfti annan hvern dag á tvískiptu prógrami,efri og neðri, og brennsla hina dagana. sem er svona 30% af árangrinum, mataræði er rest.
Mataræðið var nokkurnveginn þannig að ég borðaði 6-8 hollar máltiðir á dag, aldrei eftir kl9 á kvöldin, og þær eiga að vera litlar, rétt svo nógu stórar að þú sért ekki svangur í 2-3klst. Ég notaði myoplex bréfpoka sem eina og í mesta lagi 2 máltíðir á dag og mysuprótein eftir lyftingar og sem hluti af 1 máltíð á dag ef ég var ekki að lyfta. Drekka mikið vatn og bara 1 svindlmáltíð í boði í viku.
Það erfiðasta við þetta er að hafa sjálfsagann til þess að sleppa öllu snarli á milli mála því þú átt eftir að vera svangur mjög svangur mjög oft og verður að harka það af þér, fá þér vatnsglas, borða klaka what ever works.
Ef þú ert í einhverjum móral við að vera feitur þá verðuru að breyta því, pussies don't get results. Það sem virkaði vel fyrir mig var hollt hatur og reiði gagnvart líkamsástandinu sem þú ert í. ekki hugsa “ég er allt of feitur þetta er allt of erfitt:(” heldur hugsa “FOKK ÉG ER ALLT OF FEITUR OG MUN DRULLA MÉR Í RÆKTINA KL 6 Í FYRRAMÁLIÐ!”
Ég fór í útskriftarferðina 82kg slétt. Fyrst þú er bara að spyrja um 2 mánuði þá get ég sagt þér að ég léttist mest á viku á fyrstu vikunum, allt að 1.5kg á viku og ekkert vesen með húðina og hækkaði í öllum lyftingarþyngdum á meðan.
Make no mistake þetta er fokk erfitt. Líkaminn er ekki með þér er líði og vill halda í þessa fitu. Eins og vinur minn Tallahassee í Zomieland sagði
it's time to nut up or shut up