Ég myndi bara einblína á að lyfta þungt og nota sem mest compound æfingar eins og t.d. Hnébeygju, réttstöðulyftu, bekkpressu, róður, axlarpressu o.s.fv.
Éta stórann morgunmat til að koma líkamanum í gang, éta mikið af kolvetnum og próteini. Éta á c.a. 3 tíma fresti til að halda stöðugu flæði af próteini og öðrum næringarefnum í gegnum líkamann til að halda þér í anabólísku ástandi. Passa sig að taka gott fjölvítamín sem er ætlað fyrir fólk sem æfir, því fólk sem æfir stíft þarf að fá meiri vítamín og steinefni heldur en couch potatoes.
Og já, getur verið mjög gott að fara á gainer, mátt samt alveg búast við því að bæta á þig svolítið af fitu ef þú ert að reyna að þyngjast eins og þú getur. Passaðu þig bara að finna góðann gainer sem er ekki stútfullur af sykri og er með nóg af próteini, ekki bara kolvetni. Væri t.d. sniðugt að fá sér gainer í morgunsárið og eftir æfingar eða bara eftir æfingar, fer eftir því hvað þú vilt.