Jújú, auðvitað. Ég var ekki að skíta á hans tölur, en það fer algjörlega eftir því hvað maður er mikill keppnismaður.
Ég hef mest togað 180 í deddi og er sjálfur venjulega ca. 110kg. Ég er þokkalega sáttur með það þar sem ég átti 120kg 1RM svona 2-3 mánuðum fyrir það þar sem mér fannst ég vera hrikalegur að geta það, og þegar ég tók 180kg var ég einfaldlega besti maðurinn á landinu í smá tíma. En 180kg er örugglega bara reps fyrir meistara Júlían.
Hugtakið “gott” er afstætt. En ætli það sé ekki best að bera sig saman við sjálfann sig í fortíðinni, því það er alltaf einhver betri. En það þýðir líka í sjálfu sér að það þýðir ekki að spyrja “er það ekki bara ágætt?” ef maður er sammála því að það sem skiptir mestu máli er hvað manni finnst sjálfum.
PS: Já, Júlían er svona pínu hetjan mín.