Halló
Ég var semsagt að byrja í ræktinni áðan, er 16 ára kk.
Ég fékk semsagt frítt prógram hjá þeim og var fylgt í gegnum tækin og allt þannig.
Hann sagði mér að programið væri byrjenda prógram sem tæki allan líkamann í einu. Ég ætla því að spyrja hér því ég hef heyrt frá vinum mínum og fólki að það skipti líkamshlutum eftir dögum s.s. bak+axlir einn dag t.d.?
Ætti ég að fylgja þessu prógrammi eða redda mér nýju sem væri með það system?

Er líka með spurningu varðandi ef ég fer 4 sinnum í viku í ræktina, er í lagi að fara hina 3 dagana í brennslu æfingar í ræktinni líka bara? semsagt hlaup og hjól og þannig?

Fyrirfram þökk.

Bætt við 20. september 2010 - 22:23
gleymdi að taka það fram að ég er að reyna að grennast um nokkur kíló og styrkja mig í leiðinni :)