Þó það fari einhver orka í að melta matinn að þá er það samt alveg rosalega lítið samanborið við aðra hluti. T.d. það að halda 80kg í 37 gráðum er ekkert smá verkefni og ég held að sé í kringum 60% af kalóríubrennslu hjá venjulegu fólki.
Vél brennir ekki minna eldsneyti þó hún sé með lítið bensín á sér. Eftir langvarandi sult fara þó ýmis óvelkominn hormón af stað sem eru ekki henntug í vaxtarækt en orkufræðin bakvið kalóríurnar haldast þær sömu. Líkaminn þarf alltaf á orku að halda og fái hann hana ekki úr fæðu að þá kemur hún af forðanum utan á okkur.