Ef þú brennir fleiri kalóríum yfir daginn heldur en að þú borðar, þá brennir líkaminn einhverju af orkubyrgðum líkamans, oft fitu. Það er lykillinn að því að léttast og það er ekkert flóknara en það.
Ef þú borðar aðeins fyrir morgunhlaup þannig að þú brennir meira af kolvetnum meðan þú hleypur (miðað við að borða ekki fyrir hlaup), þá brennirðu bara fitu á einhverjum öðrum tíma sólarhringsins svo framarlega sem þú brennir fleiri kalóríum en þú borðar yfir sólarhringinn.
Ég held líka að þú fáir mun meira út úr hlaupi með því að hafa nóg af orku til reiðu (því líkaminn er frekar lengi að gefa þér orku úr fitu) þannig að þú getur hlaupið hraðar, tekið meira á og bætt þolið meira með því að borða aðeins fyrst.
Ef það virkar fyrir þig að fara út að hlaupa áður en þú borðar mogunmat þá endilega gerðu það, en þessi magavanlíðan bendir til að það sé ekki að virka mjög vel fyrir líkamann þinn.
Prófaðu allavega að fá þér hálfan banana (eða heilan) áður en þú hleypur og athugaðu hvort þér líði betur í maganum.
Hálfur banani er ca 40-80 kcal og þú ættir að brenna ca. 300-600 kcal (fer eftir hvað þú hleypur hratt og hvað þú ert þungur) við að hlaupa í 30 min.
Ef þetta magavandamál batnar eða skánar ef þú borðar smá fyrir hlaup, þá ertu að gera rétt fyrir líkaman þinn.