Sælt.

Ég hef verið að fara í ræktina undanfarið og er að reyna að þyngja mig þar sem ég er 189cm á hæð og 69kíló. Þannig er mál með vexti að ég er í fullri vinnu frá klukkan 8 - 16:30 á daginn svo ég hef ekki mikinn tíma til að hafa til alvöru máltíð. Ég var að spá hvort það væri einhver þarna úti sem gæti hjálpað mér með matarprógram sem gæti passað inní daginn hjá mér. Einnig væri fínt að fá uppskrift að góðu boosti til að drekka milli mála.
Einnig væri fínt að fá bara góð ráð við að fita sig og hvað er gott að borða til að þyngjast.

Vona að ykkur detti eitthvað í hug.