Jökk, ég var 20 eða 21 þegar ég fór í hálskirtlatöku…
Fyrstu 3-4 dagarnir voru viðbjóður, lifði á ís (JÁ, mæli með miiiklu magni af frostpinnum, ananashlunkar björguðu lífi mínu). Fór ekki í vinnuna í rúma viku. Fann fyrir þessu í svona 3-4 vikur. En versti tíminn er þarna fyrst og sérstaklega þegar maður vaknar eftir aðgerðina hehehe. Þá gat ég varla andað fyrir slími og ógeði sem var fast í hálsinum mínum og gat ekki talað til að biðja um hjálp en svo kom hjúkka til mín um leið og hún sá að ég var vöknuð og hjálpaði mér inn á klósett. Þá varð þetta strax miiiklu betra.
Bara hafa nóg af verkjalyfjum og nóg af frostpinnum, þá ertu góð/ur! :D