Þetta er hárrétt hjá þér. Að hita up með því að teygja getur haft góð áhrif á liðleika sem er án efa mikilvægur þáttur í íþróttum eins og júdo og öðrum bardagaíþróttum eða fimleikum.
Að einhverju leyti er liðleiki líka mikilvægur í lyftingum, en aðeins svo að þú sért ekki að gera æfingar vitlaust vegna skorts á liðleika.
Það er búið að sanna það að langar, statískar teygjur fyrir lyftingar hafa slæm áhrif á styrkleika. Þaes. ef þú teygir fyrir lyftingar þá eru góðar líkur á því að þú lyftir ekki eins mikið í smá tíma.. Áhrifin eru sögð vara rúman hálftíma.
En það sem ég var einfaldlega að segja er að þegar þú ert að lyfta þungt og reynir að “overloada” eins mikið og hægt er fyrir annað hvort stækkun eða aukinn styrk, þá átt þú ekki að vera skokkandi í 10 mínútur eða slíkt, tæmandi glykogen birgðir. Hardcore vaxtarræktar- og kraftlyftingamenn gera aldrei langt, “same-state” cardio(Það er að segja, cardio þar sem þú ert að skokka á svipuðum hraða(eða hlaupa) í langann tíma), heldur einungis HIIT fyrir sem mestann bruna eða aukið þol á stystum tíma.
Það er nóg að taka bara létt sett af æfingum fyrir hvern vöðvahóp fyrir sig. Ef þú ert að fara að beygja og leg pressa, þá þarftu bara að taka eitt eða tvö létt sett í beygju.