Ææææ, þykir þér leiðinlegt að hlaupa? Þitt er valið, þú getur brennt eða verið feitur.
Farðu út og taktu ljósastauraspretti - sprettir á milli tveggja ljósastaura og labbar svo fram að næsta (eða þarnæsta, ef þú ert að drepast).
Það er besta leiðin til að brenna fitu, taka mikla spretti með hvíld á milli.
Svo er auðvitað mataræðið, borðaðu hollt og borðaðu í hófi. Fáðu þér nammi á laugardögum ef þú vilt, en bara á laugardögum. Fáðu þér undanrennu í staðin fyrir nýmjólk, afþakkaðu kók með matnum - litlu hlutirnir skipta máli.
Og finndu þér eitthvað sweet lyftingaprógram fyrst þú ert með aðgang að worldclass, pantaðu tíma hjá þjálfara og fáðu leiðbeiningar um tækin og æfingar. Vöðvamassi hjálpar, þú lítur mun betur út smá búttaður en massaður heldur en sem tágrannur sláni. Plús vöðvamassi eykur fitubrennslu.
Ef þú vilt grennast tekurðu þig á, gæti verið erfitt að byrja en þegar þú ert kominn af stað þá þykir þér þetta bara skemmtilegt. :)