Byrjaði með því að ég var í ræktinni og varð óvenju móður og átti erfitt með að draga inn andann og fékk hræðilega stingi þegar ég dró djúpt inn andann, ég ákvað að fara til læknis sama dag og hún pantaði tíma fyrir mig í lunga rötgenmyndatöku sem ég fór í daginn eftir og þá komust læknar að því að ég var með 18 cm samfall í lunganu (veit ekki nákvæmlega hvar).
Mér fannst það eiginlega bara nokkuð fyndið af því ég hélt að það mundi vera miklu sársaukafullara en okei svo bara 30 min til klukkutíma síðar var gerð aðgerð á mér sem lýsir sér þannig að það er látið slöngu (drain) svona 15-20 cm inn í lungað mitt til að losa út auka loftið sem er á milli brjóstkassans og lungans.
Svo var ég fluttur og landspítalana við hringbraut og var þar til núna í dag, kom bara heim fyrir svona klukkutíma or so. langaði bara að deila þessu svona með ykkur :)
~~ Ég er lolzor og ég lulza.