Hæ, innra lærið á mér er komið í fokk. Var að dedda af palli á fimmtudag eftir 10 daga utanlandsfrí og því ekki í “formi”, tók verulega á og vaknaði með harðsperrur á föstudeginum. Fór svo að hjálpa til við að byggja pall fyrir utan og var að skrúfa eins og brjálæðingur í hinum og þessum stellingum, oft var mikil teygja á innra lærinu og svona (En það var ekkert mál). Þá nótt vaknaði ég með krampa eða e-n andskotann í innralærinu en ekkert meir um það að segja. Svo þegar ég ætlaði að stíga fram úr rúminu þá fæ ég þennan fáránlega sting inní innra lærinu og stend mjög hratt upp til að losna við verkinn, sem virkar. Ef ég hef löppina slaka eða undir svona 100° þá eykst hann bara.
Finn líka einnig til í lærinu ef ég reyni á það undir 90°. Er t.d. búinn að fá svona sting 3x á 2 dögum þar sem ég sit bara við tölvuna og svo kemur þessi stingur uppúr þurru eins og e-r sé að stinga hníf inní lærið á mér og snúa uppá hann og tæta allt í drasl! Fáránlega óþægilegt. En kannast e-r við þetta eða veit e-ð um svona lagað?
Var að pæla að kíkja til læknis en reynsla mín af læknum hérna á suðurnesjum er sú að þeir senda mann bara heim með það ráð að bryðja verkjatöflur. En ég hugsa að sjúkraþjálfari gæti virkað betur? Einhverjar hugmyndir?
“If you wanna get strong - downright strong- you gotta do the big one, the squat”.