hmm.. aukin þurr húð og siggflögnun á fótum er gjarnan við almenn veikindi eða mikið álag, gerist t.d. hjá sumum þegar þeir fá inflúensu. Hjálpar lítið held ég við að greina vandamálið, en getur skýrst af því.
Rúsínuputtar eru tricky fyrirbæri, þetta hefur að gera með taugastjórnun á háræðablóðflæði, og margir þættir geta haft áhrif, það er svolítið erfitt að segja hvort að það sé vegna staðbundins vandamáls í puttunum t.d. tengt hanskanotkun, eða verið birtingarmynd á undirliggjandi veikindum.
Hugmynd um raunverulegt blóðflæði ræðst miklu frekar af lit á höndum - það væru þá hvítir eða bláir puttar eða svæði, og ef hugsunin væri æðaþrengsli í stórum æðum, minnkaðir púlsar, en mér finnst þetta frekar ólíkleg skýring. Ef það er lítil blóðflæði til langs tíma, þá doði og sár, eins og kemur fyrir í sykursýki.
Eins og þú lýsir þessu þá hljómar þetta ekki kannski alveg dæmigert, og ljóslega mjög takmarkað að ræða þetta án þess að sjá fingurna, svo ég held að það sé meira vit í að þú látir kíkja á þetta og taka sögu, hugsanlega er sniðugt að tala við starfsmannahjúkrunarfræðingana, aldrei að vita nema þetta tengist vinnunni, sérstaklega hanskanotkun, en ef að það er mikil þreyta, ömurlegur magi, höfuðverkir ofl. sem ekki hefur verið skoðað þá getur auðvitað verið sniðugra að fá eftirfylgd og meðferð í gegnum heimilislækni.
Snögg leit á dermnet gaf mér þetta:
http://www.dermnetnz.org/reactions/wrinkling.htmlsvo ef þetta virðist versna augljóslega við vatnsáreiti, þá gæti þetta verið skýring.