þá er bara borða mikið af hollum mat. tildæmis kjúlla, lax, hreint skyr, eggjahvítur, hnetur. drekka undanrennu, léttmjólk eða fjörmjólk.
Það er eins og þeir segja: ef þú vilt massa þá skaltu
éta, éta, éta og éta. og þegar þú ert búinn að éta
skalt fá þér að éta.
þegar ég er að bæta á mig massa þá ét ég frá 6-9
misstórar máltíðir á dag. Drekk mjólk með öllum máltíðum.
Fór að þyngjast massíft eftir að ég hætti að taka fæðibóta
efni og byrjaði að éta meira. það er mín reynsla.
Mikið af þessu próteinsulli endar bara i þvaginu,
og það er ástæðan fyrir endalausar klósettferðir
hjá sumum próteinshakefríkum.
Þar að auki er fæðibótaefni mjög dýr og oftar en
ekki er lofað manni alveg ótrúlegum árangri sem
endar oft með að vera lítill sem engin.
Er ekki að segja að þú ættir að sleppa fæðibótaefnum,
heldur fara rólega í það og hafa í huga að það er
algjört aukaatriði þegar kemur að lyftingum.
Vöðvabygging er númer eitt, tvö og þrjú.. mataræði, svo lyftingar, svo hvíld. það eru lykilatriðin.