Í fyrstalagi, hættu að gera magaæfingar á hverjum degi, magavöðvar eru eins og hver annar vöðvi líkamans. Ef þú gerir magaæfingar á hverjum degi þá fær vöðvinn engann tíma til að jafna sig og þú endar jafnvel á því að missa vöðvamassa frekar en að bæta á þig.
Í öðrulagi þarftu að setja meira álag á vöðvann, byggir ekki stóra og áberandi magavöðva á því að taka 100 magaæfingar. Þarft að gera eins og vitfirringur sagði hér að ofan, taka kannski 8-12 reps með þyngd. Góðar æfingar eru t.d. Cable Rope Crunches (
http://www.youtube.com/watch?v=5nDGiMYmbR0) og Leg Raises með handlóð á milli fótanna (
http://www.youtube.com/watch?v=1CQg5cyrL3Q). Þessar tvær æfingar eru allavega í uppáhaldi hjá mér.
Í þriðja lagi þarftu að brenna fitu, ferð ekkert að sjá magavöðvana fyrr en þú ert kominn fyrir neðan c.a. 10% fitu og ef þú vilt virkilega sjá mjög greinilega magavöðvana þarftu að fara alveg niður í kannski 6-8% (er að tala um karlmenn).
Bætt við 10. maí 2010 - 19:10 Já, gleymdi. Persónulega myndi ég taka magaæfingar tvisvar í viku, ekki meira. Gætir tekið þrisvar í viku ef þú ert alveg öruggur á því að hafa jafnað þig en ég myndi láta a.m.k. 2 daga líða á milli magaæfingarsessiona.