hahaha…ég talaði aldrei um að sleppa kjötinu…alls alls ekki. Ég þarf bara ekki þær uppskriftir…en ég þarf uppskriftir af því hvernig ég get gert eitthvað gott úr grænmeti ^^
Ég gæti ekki lifað án þess að borða fisk eða kjöt… haha :D
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"
Jújú, þú getur étið allt útaf þróuninni.. En við erum engar grænmetisætur. Við erum með gen sem gera okkur góð í því að éta kjöt(þaes. vera predators), og ef það er ekki nóg til þess að fá fólk til þess að hætta að vera grænmetisætur(Svo lengi sem það sé ekki eitthvað líffræðilegt vandamál sem gerir það að verkum að þau mega ekki éta kjöt), þá er ekki hægt að sannfæra þau.
Það var mjög nauðsynlegt að borða kjöt út í náttúrunni, þar sem við urðum eins og við erum í dag. En í dag er mun auðveldara að komast í meiri mat, og fjölbreyttari. Það er vel hægt að spjara sig án kjöts, eða án þess að það sé aðal uppistaða þess sem maður borðar.
Að sjálfsögðu er það mögulegt – ég sagði það aldrei að það væri það ekki. Ég var bara að benda á það að við erum ennþá vopnuð með þessum tennum.. Það getur hins vegar vel verið að ef samfélagið heldur áfram í þessa átt förum við missa þessar “rántennur” næstum milljón árin eða eitthvað af því að við erum löngu hætt að þurfa að nota þær af viti.
Ég hef lesið að grænmetisætur í dýraríkinu séu oftar með langar mjóar tennur(en ekki oddhvassar) og kannski flatar, en að jaxlarnir okkar séu líka gerðir til þess að bryðja bein.
Tjah, finn enga grein með fullnægjandi framsetningu til að maður geti vitnað í hana en við snögga google leit þá sýnist mér að grasætur hafi almennt flatar tennur (eins og jaxlarnir okkar) en kjötætur hafi hvassar tennur til að rífa kjöt. Alætur, m.a. maðurinn, hafi svo blöndu þessa svo ég geri sterklega ráð fyrir að jaxlarnir í okkur séu okkar aðal tæki til að tyggja plöntufæði en framtennurnar kjöt. Auðvitað verður svo talsverð skörun, framtennurnar virka t.d. mjög vel til að bíta bita af ávöxtum og grænmeti en jaxlarnir fínir eins og þú segir að bryðja bein.
Það getur vel verið að ég hafi gengið út frá að “flatar tennur” væru langar og flatar, en ekki oddhvassar – en einhverstaðar las ég allavega að jaxlarnir væru til þess að bryðja bein.
The point still stands – við erum með tennurnar til þess að éta kjöt, allavega eins og er.
Tekið af Yggdrasil eða Manni Lifand, man ekki hvort :P
Orkuhristingur
Frosin jarðaber, u.þ.b 6 stk. 1/2 banana (eða 1 epli) 2 msk vanilluskyr Smá mjólk eða rísmjólk 1 dl hveitikím
Á að vera mjög orkugefandi.
Banana- og döðlu skyrdrykkur Fyrir 2
1 dós (120 ml) fitulaus, jógúrt 10 þurrkaðar döðlur lagðar í bleyti í nokkra klukkutíma 2 dl hreint skyr 2 þroskaðir bananar 1 tsk vanilludropar eða vanilluduft 1 msk agavesíróp Allt hrært vel saman í blandara og borið fram í háum glösum.
Það má þynna blönduna með undanrennu ef þarf. **
Svo bendi ég þér bara á www.cafesigrun.com ;) fullt af allskonar hollum uppskriftum, og mikið lífrænt ef þú ert fyrir það. Annars með þessi boost þá er bara að sulla saman einhverjum frostnum ávöxtum og blanda með skyr, mjólk eða vatni, allt eftir hvaða bragð/hvernig áferð þú fílar.
hmm.. ef þú vilt þyngja þig eitthvað þá verðuru líklegast borða meira og oftar en þú hefur gert venjulega. Hugsaðu um hitaeiningarnar.. þú ert líklegast að fara að þyngjast ef þú innbyrgðir fleiri hitaeiningar en þú brennur.
Best er að fá sér eitthvað að borða á 3 tima tíma fresti.. ef þú ert ekki svöng þá reyndu samt að borða eitthvað og koma því niður. Það þarf mikin aga og sjálfsaga að gera eitthvað svona en þú munt pottþétt þyngjast eitthvað. Reyndu jafnvel að skipulegja daginn þinn í kringum máltíðir.. hljómar smá illa en þetta gæti hjálpað þér að muna eftir að borða.
Hvað þú getur fengið þér.. spurðu sjálfan þig hvað þér finnst gott og borðaðu mikið af því svona fyrst. T.d. ef þér finnst skyr eða boozt vera gott þá leiktu þér í því að blanda mismunandi boozt og prufaðu þér áfram. (boozt eru ekki beint mitt sérsvið.. pottþétt einhverjar uppskriftir á netinu eða jafnvel how to video á youtube).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..