Ef ég er að bekkast þá tek ég fyrst stöngina og hækka svo smám saman þar til ég kem að work setti.
Ef ég er að taka beygjur þá tek ég smá teygjur fyrir öklann (standa upp við vegg með tærnar að öðrum fætinum smá frá veggnum og hina löppina fyrir aftan og svo teygja hnéð fram nokkrum sinnum og svo út og inn), liðka mjöðmina upp með bodyweight framstigi og finn teygjuna og svo bodyweight/með stöngina beygjur og svo hækka.
Fyrir clean/snatch geri ég framstigið, smá rútinu með stöngina, bodyweight beygjur.
Fyrir dedd tek ég vanalega smá beygjur fyrir og er þá dáldið heitur og byrja þá létt og vinn mig upp.
Það er nánast engin sönnurgögn fyrir því að hrikalegt cardio fyrir æfingu eða önnur gífurleg upphitun hjálpi eitthvað. Einhver náungi sagði einmitt “If your muscles are cold, you're dead.”
Og bara svona extra tidbit af upplýsingum; ef þú átt það til að teygja mikið fyrir æfingu eða á milli setta eða eitthvað, slepptu því. Það hefur verið sýnt fram á að þetta getur minnkað styrk um góðann slatta í einhvern tíma. Ég get ekki alveg fundið heimildina, og verð að skjótast, en þú getur kannski googlað það.
það er náttúrulega alltaf betra að hafa vöðvana heita þegar maður byrjar að lyfta heldur en ekki. Ég gleymdi að hita upp fyrir æfingu um daginn og ég endaði með slæma öxl.
Bætt við 28. apríl 2010 - 21:21 sem hefur btw ekki gerst áður eða nokkurntíma eftir það
Ég geri einhversskonar cardio (hjól,eða skokk eða skíði) í um 5 min til að svitna smá. Svo geri ég Ankle mobility (sem sá á undan mér var búinn að lýsa) Wallslides.
Set stöngina aðeins neðar en mittishæð í smith vélinni og fer 5 sinnum undir á hlið 5 sinnum yfir á hlið 5 sinnum yfir áfram og 5 sinnum yfir afturábak.
Og svo geri ég bw lunge, lateral lunge x10 hvor löpp. Hælar í rass og háar hnélyftur. Stigvaxadi armswings. Svo vinn ég mig upp í þyngd fyrir stórar æfingar og reyni að vera eins explosive og ég get þegar ég fer að nálgast vinnuþyngd.
Bætt við 2. maí 2010 - 14:59 Dæmi um hvernig ég hita fyrir bekk fyrir max.
20kg x 15-30 (ekkert nálægt failure samt) 40kg x3 (eins hratt upp og ég get hér eftir) 50kg x1-2 60kg x1-2 70kg x1 80kg x1 osfrv.
Teygi alltaf á í 10-15 min eftir æfingar. Ég persónulega legg áherslu á hamstring og hip flexors þar sem ég sit mikið dags daglega.
Ég hleyp á hlaupabrettinu í 10 mínútur á stigi 10.
Teygji svo á helstu vöðvunum og fer í bekkinn þar sem ég tek sirka 12x40kg, 10x50kg og er núna að vinna í að klára 8x62,5kg, var kominn með það en er nýbúinn að þyngja fyrri þygdirnar um 5kg svo það eru kanski svona 2 vikur í að þetta smelli saman.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..