Líkaminn er kerfi. Að segja, eða gefa í skyn að þær æfingar sem maður gerir í starting strength æfi bara þann part sem þær targeta er vitleysa.
Að squatta rétt tekur á svo mörgum vöðvum að hún er oftast talin sú æfing sem maður ætti að gera ef maður gæti bara gert eina æfingu. Svo er deadlift, og svo kemur vanalega bekkpressa eða military press.
Squat: Quadriceps, Gluteus maximus, Adductor Magnus, Soleus, hamstrings, gastrocnemius, eroctor spinae, rectus abdominis, obliques.
Við það að squatta ert þú að taka nánast alla vöðva á fótleggjunum, og meira að segja magavöðvana.
Deadlift er svipuð - hún ræðst á fullt af mismunandi vöðvum. Sama með bekkpressuna, military press og pullups.
Þegar þú ert svo loksins búinn að taka allar þessar æfingar ertu kannski búinn að ráðast á nokkra vöðva óbeint, mörgum sinnum. Eins og t.d. magavöðvarnir, þeir eru notaðir í stuðning og jafnvægi í öllum þessum æfingum.
En starting strength er líka bara “starting strength.” Það er alveg hægt að bæta við splits fyrir ákveðna vöðva eins og handleggina. Starting strength er gert til þess að styrkja mann, ekki til þess að gera mann stórann. Fyrir bodybuilding er kannski betra að nota eitthvert ruddalegt splitt.