Ég var einmitt að ræða svona “rannsóknir” við kærustu mína um daginn. Þetta eru eintóm gervivísindi og oftar en ekki full af rökvillum.
Oft eru þessar rannsóknir nefnilega byggðar á tölfræðigögnum, en ekki beinum vísindalegum sönnunum. Ég las norsku greinina, og mér sýndist þetta vera slíkt tilfelli.
Þó það gæti vel verið að D-vítamín hafi bein áhrif á einhver efnahvörf sem hjálpa manni við að léttast, þá er ekki hægt að draga þá ályktun út frá því að gögn sýna að feitt fólk hafi oft minna D-vítamín.
Það er búið að sýna fram á að skortur á D-vítamíni getur valdið þunglyndi, og þegar maður er mjög feitur er ekki ólíklegt að maður sé þunglyndur fyrirfram. D-vítamín er líka framleitt í húðinni þegar sólin skín á hana.
Er þetta ekki bara einn stór vítahringur? Feitt fólk er þunglynt, fer minna út og fær þar með minna D-vítamín(og borðar í þokkabót vitlaust) og verður þunglyndara.
Þoli ekki svona skítuga fréttamenn sem reyna að vera vísindamenn. Núna er slatti af fólki í noregi sem heldur að D-vítamín framleiðsla í húðinni útaf geislum sólarinnar hafi bein áhrif á brennslu þeirra.