Brennsla
hæ, ég er mjög dugleg í ræktin og stunda hana af kappi, en skila ekki þeim árangri á þeim stöðum á líkamanum sem ég vil. Ég veit að ég er komin með miklu meiri vöðva og er orðin sterkari og með flottari maga síðan ég byrjaði að vera dugleg á ný, en ég get ekki enn verið með eins rass og læri eins og ég vil!! og veit ekki bestu leiðina til að grenna sig þar, en ég kann allveg að styrkja það. En ég veit ekki hvort það sé best að hlaupa sem mest, því það reynir lika auðvitað á úthald og svoleiðis, en núna er ég aðalega að hugsa um útlitið. Ef þið gjætuð leiðbeint mér eitthvað væri það vel þegið!!:)