Nei, þetta er ekki óhollt. Hins vegar gildir um hvaða íþrótt sem er að ef hún er stunduð af kappi gjörbreytast næringarþarfir fólks, það þarf meira af öllu í stuttu máli. Ef menn borða ekki hollan mat og mikið af honum er hætta á næringarskorti sem lýsir sér í því sem kallað er ofþjálfun, vanlíðan, síþreyta, o.s.frv. Þetta er verra fyrir ungmenni vegna þess að næringarskortur hefur slæm áhrif á líkamlegan þroska, sem til dæmis gæti þýtt að þú hægir á vexti o.s.frv.
Ég byrjaði að stunda lyftingar 14 ára, þó svo ég hafi tekið mér hlé frá því í kringum 17 ára aldur, og ég er sentímeter yfir meðalhæð og alskeggjaður, svo þetta hafði engin áhrif á þroska minn. Enda hef ég alltaf étið gífurlega mikið og er ekki vandlátur á mat.