Það virðist alveg ótrúlega mikið um þetta hér á heilsa og það er þrennt sem kemur í hugan á mér þegar ég les pósta þar sem einhverjir 16 gaurar tala um að þeir séu orðnir 100 kg og farnir að taka yfir 200 í dl eða eitthvað álíka.
1)Eru svona ungir drengir virkilega farnir að nota ólögleg lyf? Er þetta orðið það útbreytt hér á Íslandi? Því það er ekki eðlilegt að menn bæti á sig 20Kg af vöðum á ári.
2)Eru kannski allir að ýkja tölurnar sínar hér?
3)Vita þessir strákar eitthvað um meiðslahættuna og hvað það getur verið óhollt fyrir líkamann að lyfta svona svakalega þegar þeir eru ekki einu sinni orðnir fullvaxnir? Tek t.d. sem dæmi brjósklos, það að fá það fyrir tvítugt væri algjört helvíti og menn enda eins og kripplingar þegar þeir eldast.