Sæler ég er 16 ára, 60 kg,180 cm á hæð og þarf alveg vel mikið að þyngjast.
er búinn að vera í ræktinni í sona 2 mánuði og er ekkert að þyngjast eikkað svaka.
Borða aðallega hollt t.d hafragraut,egg,skyr,hnetusmjör, ávexti og fleira
tek ræktina 3 sinnum í viku og er á öðrum æfingum 3 í viku líka.
þannig ég er að pæla er ég að gera eitthvað vitlaust í ræktinni er sniðugt fyrir mig að taka 3 daga skipt prógramm þar sem ég er að byggja mig upp eða á ég að taka allan líkamann 3 sinnum í viku, Hvaða æfingar eru sniðugar fyrir mig?
Borða ég kannski of lítið eða hvað er málið. ef ég er að borða of lítið eða vitlaust getið þið þá bent mér á hvað ég á að borða og hvenær.