Ákvað að pósta þessu hingað þar sem þið kroppadýrkendurnir virðist allir vera með man-crush fyrir þessum manni.

http://www.fightersonlymagazine.co.uk/news/viewarticle.php?id=4124

Maður verður að gefa gaurnum kredit fyrir þetta, greinilegt að hann er að taka þessu VIRKILEGA alvarlega fyrst hann er búinn að skrifa undir tvo bardaga með svona stuttu millibili.

Fyrri bardaginn ætti reyndar að vera easy, einhver Sumoglímu hlunkur sem hefur held ég bara keppt einu sinni áður.

Seinni bardaginn er hins vegar allt annað mál. Þar keppir hann á móti fyrrverandi þungarviktarmeistara UFC, Tim Sylvia. Sylvia er 208cm hár risi og var hér áður fyrr þekktur fyrir mikinn höggþunga og hann átti mjög marga sigra í UFC, reyndar var þungarviktin í lægð þegar hann var meistari en það breytir ekki máli. Ef Sylvia mætir í góðu formi þá rústar hann Marius, ég er viss um þetta. En í síðustu bardögum sínum hefur hann hinsvegar litið hræðilega út. Eftir að Fedor rústaði honum fór ferillinn hans í vaskinn og var hann rotaður af 48 ára fyrrverandi boxara, sem hlýtur að vera mest niðurlægjandi tap í sögu MMA.

En það verður gaman að fylgjast með Mariuz í MMA, hann er augljóslega rosalegur íþróttamaður og þar sem það eru mikið meiri peningar í MMA en strongman keppnum virðist hann vera að taka þessu virkilega alvarlega.