Ríkið græðir á skattpeningum sama hvað. Það er einmitt munurinn. Einkafyrirtæki þurfa að standa sig og vinna sér inn sínar tekjur. Ríkið þarf hins vegar aldrei að hafa áhyggjur af því að missa tekjurnar sínar, vegna þess að þær eru innheimtar með valdi, svo það er í raun fáránlegt að reyna að leiða út einhverja samfélagsábyrgð út frá skatti.
ég er allavega þeirra skoðunar að ég vil treysta einhverjum
Það að vilja treysta einhverjum þýðir ekki að þú getir það.
Ef að þú vilt treysta einhverjum bara til þess að gera það, en ekki vegna þess að hann er traustsins verður, þá geturu alveg eins valið einhvern einkaaðila upp úr þurru, rétt eins og ríkið.
Svo ferðu bara út í vitleysu þarna í endan. Þú átt ekki barnið þitt frekar en foreldrar þínir eiga þig. Ég vil líta svo á að þegar barnið mitt er orðinn fullorðinn einstaklingur þá taki það sínar eigin ákvarðanir í sínu eigin lífi. Ef ég ætti að eyða öllu mínu lífi í það að hafa áhyggjur af því að barnið mitt, sem er fullorðinn einstaklingur, sé að borða grænmetið sitt, ekki að borða sælgæti, drekki ekki áfengi, sé ekki að stunda lauslátt kynlíf eða hvaða önnur athæfi sem ég gæti mögulega ekki verið sammála… þá myndi maður enda sem alveg jafn mikil taugahrúga og þú talaðir um í byrjun.
Svona barnarök eru mjög ódýr… og meika ekki sens. Það var enginn að tala um að börn ættu að nota stera, við erum að tala um aðgengi fyrir fullorðna einstaklinga sem taka sínar eigin ákvarðanir í lífinu