Það er eitt sem ég þori ekki að spyrja mömmu um, því hún er í krabbameinsmeðferð, mig langar að spyrja hana um, að þegar hana grunaði jákvætt svar, að þetta væri illkynja, langar mig að spyrja hana hvort hún fann verki þegar hún þreifaði á þessu. Ég veit að hún vill ekki ræða sjúkdóma og er sterk og hugrökk kona, svo ég sleppi því, en spurningin BRENNUR Á VÖRUM MÉR hvort hún hafi fundið til brjóstakrabbameinsins þegar hún þreifaði og grunaði hið jákvæða!

Hún veit að ég er sjúkdómahrædd og að ég finn til með öðrum, svo hún gæti haldið að ég væri ímyndunarveik, því ég er MJÖG sjúkdómahrædd og veit að þetta er ættgengt. Þegar hún fékk þetta líka fyrir 11 árum, þá var önnur kona sem við þekktum sem dó úr því sama, þá varð ég PARANOID af hræðslu um mömmu mína…en sú kona var með þetta í 5 ár án þess að vita það! Hvað ef maður væri með þetta lengi og það væri svo um seinan að lækna það? Ég vil ekki lenda í því! ´Get ég farið í brjóstaskoðun þó að ekki sé búið að reka á eftir því frá krabbameinsfélaginu? Mér finnst ég stundum vera með svona eins og harðsperrur í mínum, en veit ekki eftir hvað svo að ég er soldið áhyggjufull og SJÚKDÓMAHRÆDD, vill einhver hughreysta mig!?