Ég var að lesa DV í dag þar sem einhver næringarfræðingur(minnir mig) sagði að próteininntaka fyrir meðalmann væri 0.8gr á hvert kíló til 1.5gr á hvert kíló(fyrir þá sem lyfta). Meira en hámarksinntaka gæti skaðað nýrun og gert þau óstarfhæf.
Ég er sjálfur frekar nýbyrjaður að lyfta og er 70kg.
0.8*70 = 56gr. , 1.5*70 = 105gr.
Segjum að maður fái sér gainershake eftir æfingu með 50g af próteinum og étur kjöt og skyr yfir daginn er þá ekki dálítið auðvelt að fara yfir hámarkið?
Það væri flott að fá umræðu um þetta.