Ég var fyrst og fremst að árétta að þetta er sitt hvor íþróttagreinin, mismunandi fólk sem æfir, ekki samtímis, ekki á sama stað og á mismunandi hátt.
Já, hnébeygjan er miklvægur hluti af æfingum Ólympískra lyftingamanna rétt eins og hún er, eða ætti að vera, mikilvægur hluti af æfingum frjálsíþróttamanna, hand-, fót- og körfuboltamanna, skíðamanna, sundmanna, húsmæðra, húsasmiða osfrv.
Einstaka Ólympískir lyftingamenn taka bekkpressu og/eða réttstöðulyftu sem hluta af sínu prógrammi, en alls ekki allir.