Það hefur ennþá ekkert komið fram í vísindalegum rannsóknum sem sýnir að stanslaus hófleg (um 5gr á dag) kreatín taka sé skaðleg til langtíma litið. Aftur á móti hafa fyrirtæki varann á þegar leiðbeiningar á vörum eru merktar, því ef það skyldi einhverntímann koma fram tilfelli sem sýnir að langtíma kreatíntaka hafi skaðleg áhrif á nýru eða annað þá geti þau í raun firrt sig ábyrgð með því að hafa vörurnar merktar svona.
En auðvitað er öll misnotkun og stórir skammtar beinlínis hættulegir vegna þess að nýrun hafa ekki undan að losa líkamann við kreatínín - niðurbrotsefni kreatíns, sem reyndar myndast alltaf í líkamanum þar sem að líkaminn framleiðir kreatín sjálfur í einhverju magni.
My two cents..