Vá, rólegur félagi. Í fyrsta lagi þá hef ég aldrei sagt annað en að það prógram sem ég er á virkar fyrir mig og hef aldrei sagt að það sé eina leiðin til að æfa eða að það sé besta leiðin til að æfa.
Í öðru lagi er munur á því að vera með “glatað form” og að nota laust form, ef maður notar laust form þá hefur maður stjórn á þyngdinni upp og niður en notar náttúrulegu hreyfingar líkamans til að hjálpa þyngdinni upp (t.d. með því að nota smá axlir, alls ekki mikið en maður notar þær samt sem áður og þú getur ekki neitað því og með því að halla sér kannski í 5-10° halla aftur á bak) og því samkvæmt skilgreiningunni eru standandi barbell curls í mínum huga compound.
Ég er alveg sammála þér að það er ekki eins compound eins og axlarpressa, hnébeyja, deadlift, bekkpressa o.s.fv. En samkvæmt skilgreiningunni ef það hreyfast fleirri en einn liður þá erum við að tala um compound hreyfingu. Og þú getur ekki sagt að þú hreyfir ALDREI axlarliðina í þessari æfingu. Þetta er skilgreiningaratriði í mínum huga. Alveg hægt að tala um þetta sem Isolation æfingu en samkvæmt skilgreiningunni er þetta compound og ekki hægt að komast hjá því.
Í þriðja lagi sé ég ekkert annað en að fólk sé með leiðindar attitude gagnvart manni þegar maður póstar hérna. Alltaf einhverjir gæjar sem halda að þeir séu aðalmennirnir afþví þeir taka hnébeygju 3svar í viku og afþví þeir taka svo og svo mikið í hinum og þessum æfingum. Mér gæti ekki verið meira sama um svona mál, ég hef bara verið að pósta því sem hefur virkað FYRIR MIG og aldrei sagt annað.
Veistu, ég hef verið á Huga áður, svolítið langt síðan en hætti afþví maður er alltaf að fá skítköst fyrir að segja sínar skoðanir og svo kom maður aftur og fær aftur alltaf sömu skítköstin afþví það eru alltaf einhverjir tappar sem vilja ekki heyra önnur viðhorf en þeirra eigin þannig ég sé varla tilganginn í því að pósta nokkru lengur.