Jú, það er ‘erfiðara’ að lyfta þegar þú ert með lengri handleggi(ekki hendur). Þetta gildir meira og minna fyrir allar æfingar.
T.d. bekkur: þú þarft að hreyfa stöngina meira en þeir með styttri handleggi. Maðurinn sem á heimsmetið í bekkpressu er ekki hár, heldur frekar stuttur og ótrúlega breiður. Hann þarf örugglega ekki að hreyfa stöngina meira en 30 cm frá toppi niður að brjósti(líka vegna þess að brjóstkassinn á honum er massífur).
Annað dæmi er t.d. bicep curl. Þegar þú hreyfir stöngina/handlóðin, frá hvíld og upp, hreyfir þú handlegginn í boga sem er nánast partur af hring. Það tengist mjög líklega vogarafli á einhvern hátt, og það er örugglega hægt að sanna þetta með smá útreikningum, en það er líka bara hægt að segja það svona: ef þú ert með stutta stöng, og þyngd á endanum, er auðveldara að lyfta henni en lengri stöng. Stöngin er handleggurinn.
En það þarf hins vegar ekki að vera ástæðan fyrir verknum - ertu vanur að lifta? Gæti verið að þú þurfir bara að venjast með léttari lóðum ef svo er ekki.