Glúten er ekki í öllu þó manni finnist það oft vera þannig ;) Glúten er í hveiti, rúgmjöli og byggi. Held höfrum líka.
Þú getur fengið glútenlaust pasta, brauð, lasagna plötur o.s.frv. í heilsubúðum eins og Heilsuhúsinu. Það er reyndar frekar dýrt :S
Má ég spyrja, hvert ferðu í óþolsgreiningu? Er sjálf að tékka á óþoli fyrir ýmsum fæðutegundum þessa dagana.
Mér finnst ég þola hveiti illa og reyni að forðast það sem mest. Ég borða oft ommulettu, boost og kjúklingasalat t.d. í staðinn.
Bætt við 25. febrúar 2010 - 07:04
Var að lesa að flestir hafrar innihalda hveiti og þar af leiðandi glúten nema auðvitað ef þeir eru merktir “gluten free”.
Bókhveiti er líka tegund af hveiti sem inniheldur ekki glúten. Það er líka hægt að kaupa aðra tegund af glútenlausu hveiti.
Ég finn til, þess vegna er ég