Ok málið er að ég er svakalegur matmaður ég æfi mig 3 í viku en ég held að ég geti aldrei náð góðum árangri útaf ég er alltaf að éta eitthvað. Ég get ekki verið svangur, það bara gengur ekki og ég geri það mjög oft og á það til að svelta mig og svo verð ég svakalega svangur og fer út í búð og kaupi mér í matinn eitthvað svakalega óhollt of fer heim og ét á mig gat.
Ég er að reyna leita mér að lausn til að geta svelt mig eða farið í sterka megrun en geta losnað við hungrið sem fylgir því og samt kannski fá einhverja næringu. Vil ekki svelta mig 100% en við slökkva á því að verða svangur og enda út í búð að éta samloku.
Ég held að ég sé með útþandan maga og ég eigi mjög auðvelt að sækja í mat því ég verð auðveldlega hungraður. En ég veit að maginn getur minnkað, en ég get ekki látið það gerast nema ganga í gegnum sult, sem er ómögulegt.
Ef einhver er hérna með góða lausn og getur gefið mér góðar leiðbeiningar við efni sem gæti hjálpað mér að losan við hungur og jafnvel gæti breytt mataræði mínu til frambúðar og bara gefið mér góð ráð við hvað ég eigi að gera?