Það er ekkert til sem heitir Detox, nema auðvitað svikamyllan detox.
Detox gerir þér nákvæmlega ekkert gott, við það að borða bara frúktósa í þrjár vikur ertu meira að brjóta niður líkaman en að styrkja og hreinsa hann, (það er samt sem áður til prótein-deload sem er þó oftast bara einn dagur.)
Að dæla vatni uppí endaþarminn á þér er heldur engin lækning, þú ert ekki bara að skola skítnum út sem þú myndir hvort eð er skíta á innan við 3 dögum heldur ertu líka að skola öllum bakteríunum í þörmunum á þér út sem eru að vinna aðþví að hjálpa líkamanum og brjóta niður eða mynda ýmis næringarefni sem þú þarft og þar sem þú býrð á Íslandi og hefur líklega ekki stundað það að borða mannaskít eða skít úr öðrum spendýrum ætti þetta ekki að skola út neinum sníkjudýrum.
Svo við þessa hreinsun ertu í raun að setja líkaman nokkur skref aftur á bak með því að skola út bakteríum í ristlinum og setja líkaman í næringa og prótein skort í 2-3 vikur, þetta þarf líkaminn að vinna upp svo þó að þér líði kannski vel í nuddinu og jóganu þennan tíma þá ertu líkamlega verr staddur/stödd eftir á.
Detox er bara scam, spurðu hvaða lækni sem er. Í raun á fólk sem fer í detox þetta eiginlega skilið fyrir hversu virkilega heimskt það er.