Hjartaáföll eru ekki endilega skyndileg, til að vera öruggur hringdu í lækni eða jafnvel bara neyðarlínuna - það er ekki líklegt að það sé nokkuð að en það er rétti staðurinn til að hringja til að byrja með.
Bætt við 16. febrúar 2010 - 20:13
Brjóstverkir (angina) eru aðvörunarljósin um að ekki sé allt með felldu. Þeir eru alvörumál og þá skal ætíð taka alvarlega. Það má vera að sumir þeirra brjóstverkja sem að fólk finnur fyrir eigi sér ofureinfaldar orsakir; stafi frá stoðkerfi, tengist gollurhúsi sem umlykur hjartað, sé millirifjagigt eða einfaldlega of mikið álag.
Viðkomandi gæti þó líka verið með kransæðasjúkdóm sem þarfnast meðhöndlunar eða verið að fá hjartaáfall. Brjóstverkir framkallast þegar hjartað fær ekki nægjanlegt súrefni vegna lítils blóðflæðis til hjartans.
Ef brjóstverkir tengjast kransæðastíflu/hjartaáfalli er líklegt að þeir leiði út í vinstri handlegg, jafnvel báða, upp í háls og tennur og jafnvel aftur í bak. Verkirnir koma oftar fram við áreynslu þegar hjartað vinnur hraðar og þarf á meira súrefni að halda.
Það að þjást af brjóstverkjum þarf ekki að þýða að viðkomandi sé að fá hjartaáfall heldur koma verkirnir þegar blóðflæði minnkar í skamman tíma. Hjartaáfall verður þegar blóðflæði stöðvast algjörlega. Brjóstverkir gefa samt sem áður til kynna að ekki sé allt með felldu og því þarf einstaklingur með verki sem þessa að hafa tafarlaust samband við bráðamóttöku eða hringja á sjúkrabíl.