Ókei, ég lenti í bílslysi í okt og rústaði á mér mjöðminni. Er með klemmdar taugar útum allt og tognaði mjög illa og blabla. Ég get ekki unnið eða gert neitt og er dugleg hjá sjúkraþjálfara en ég er að verða GEÐVEIK á því að geta ekki hreyft mig! Haldið þið að það sé eitthvað sem ég get gert sem myndi ekki láta mig versna? Ég veit að ég má alls ekki hlaupa en gæti spinning sloppið? Sjúkraþjálfarinn minn er voða neikvæður á allt svona en ég bara trúi því ekki að ég megi ekki gera neitt :/ Ég fer í ca. klst göngu á hverjum degi með hundana og ræð alveg við það allavegana, fæ smá (mikla) verki en ekkert sem ég get ekki lifað með.
Þessvegna bara einhverjar æfingar, útgáfur af æfingum sem gætu hjálpað. Einhver leið að gera magaæfingar t.d.? Ég get ekki sett allan þungan svona við mjöðmina eins og þegar maður gerir “venjulegar” magaæfingar…
Er alveg að verða geðveik á þessu. Er búin að léttast um 3 kíló bara af vöðvamissi :/