Vöðvinn hitnar örugglega alveg nóg við þessa 12x50% upphitun þína ef þú ert bara að leika þér með léttar þyngdir.
Um leið og þú ert kominn upp í einhverjar alvöru þyngdir, þá ertu ekki bara að hita upp vöðvann, heldur taugakerfið, og búa þig undir að nýta sem flest “motor unit” (sem ég man ekki íslenska heitið á) við hreyfinguna.
Sama gildir með hreyfimynstrið, sem þarf líka að hita upp með vaxandi álagi vegna þess að í mörgum æfingum er þyngdarmiðjan ekki sú sama þegar þú lyftir 100kg og þegar þú lyftir 200kg. Eins og til dæmis í snörun/jafnhendingu, réttstöðulyftu, hnébeygju o.s.frv. Þannig að með því hita bara upp með 50% ertu í raun ekki að framkvæma nákvæmlega sömu hreyfingu og þegar þú ert kominn upp í 100%.
Aftur, þetta skiptir litlu máli fyrr en þú ert kominn upp í einhverjar fullorðinsþyngdir.
Þetta eru aðalástæðurnar fyrir því að fólk hitar upp með 10x20%, 5x40%, 5x60%, 3x80% og svo vinnusett (eða eitthvað álíka).
Já, huglægur undirbúningur er mikilvægur, altsvo ekkert minna mikilvægur fyrir þá sem stunda lyftingar að kappi og byrjendur. Í einni tilraun sem ég man eftir mældist árangur hjá þeim sem gerðu ekkert annað en að hugsa um æfingarnar miðað við stýrihóp, úrtakið voru einstaklingar sem ekki stunduðu lyftingar að jafnaði. Til þess að virkja hreyfieiningar taugakerfisins dugir því að hugsa um æfingarnar. Hugsanlega með skilvirkari hætti ef þú framkvæmir sjálfa æfinguna með léttari þyngd.
Þú getur gert ráð fyrir breytingu á þyngdarmiðju með því að raða rétt á stöngina. Segjum að þú ætlir að lyfta 140 kg í hnébeygju, 3x20kg hvoru meginn á stöngina til dæmis, þá myndir þú hita upp með 3x10kg hvoru meginn (í stað t.d. 25kg og 5 kg lóðs, það má raða á marga vegu), þannig þú værir að hita upp með um 55% af þyngdinni með sambærilegan þyngdarpunkt. Þú gætir reiknað þetta með nákvæmari hætti með smá þekkingu á eðlisfræði. Svo það má líkja eftir sömu hreyfingu með létt lóð og gera ráð fyrir þyngdarpunktinum. Svo þetta þarf ekki að vera áhyggjuatriði ef málið er hugsað til enda.
Það eru hugsanlega kostir við það að hita meira upp, það er hins vegar augljóslega eitthvert hámark þar sem gallarnir (þreyta til dæmis) vega meira og það er spurning hvert það er. Þegar kemur að meiðslum allavega dugir sá undirbúningur sem ég nefndi, hvort þú búir þig betur undir mikið átak með þeim hætti sem þú leggur til er ég bara alls ekki viss.
Hvernig hitar þú annars upp fyrir keppni?
0
“Þú getur gert ráð fyrir breytingu á þyngdarmiðju með því að raða rétt á stöngina. Segjum að þú ætlir að lyfta 140 kg í hnébeygju, 3x20kg hvoru meginn á stöngina til dæmis, þá myndir þú hita upp með 3x10kg hvoru meginn (í stað t.d. 25kg og 5 kg lóðs, það má raða á marga vegu), þannig þú værir að hita upp með um 55% af þyngdinni með sambærilegan þyngdarpunkt. Þú gætir reiknað þetta með nákvæmari hætti með smá þekkingu á eðlisfræði. Svo það má líkja eftir sömu hreyfingu með létt lóð og gera ráð fyrir þyngdarpunktinum. Svo þetta þarf ekki að vera áhyggjuatriði ef málið er hugsað til enda.”
Rangt.
Þyngdarmiðjan verður alltaf sú sama á stönginni ef lóðin eru jafnþung báðum megin.
Snúningskrafturinn sem virkar á stöngina getur vissulega breyst eftir því sem meira/minna er hlaðið á en það er engan veginn það sem ég átti við.
Það sem ég átti við er “lóð-persóna” kerfið. Ef þú ert 80kg og beygir þig niður til að taka 40kg í réttstöðu, þá er þyngdarmiðja kerfisins aftar (nær þér) en ef þú værir að taka upp 200kg. Þá er kerfið orðið 280kg og þyngdarmiðjan örlítið nær stönginni en í 120kg kerfinu.
0
Já, rétt hjá þér. Segðu mér samt, hitar þú upp með 26 lyftum fyrir keppni? Svo líka til gamans, hversu margir heldur þú að taki fullorðinsþyngdir?
0