Já, en ertu sem sagt að halda því fram að 160 kg sé lítið?
Ef þú myndir taka þér smá tíma og gera þér grein fyrir því sem var verið að ræða um, þá myndirðu taka eftir því að það var enginn að tala um stera eða vaxtarhormón. Það er enginn sem fer upp í 800(eða hvað þá 1075 eins og heimsmetið er) án þess að dæla allskonar sterum og drasli í sig eins og enginn sé morgundagurinn.
Að sjálfsögðu gerir prótein og kreatín það auðveldara fyrir Jón Jónsson, gjaldkera að verða stærri og sterkari, en bara af því að hann þarf ekki að gera eins brjálað matarplan og fá eins mikið magn af próteini úr matnum sínum eins og hann þyrfti annars, en hann fer enganveginn upp í mörg hundruð kíló.
Ofan á það var mjög lítið vitað um líffræði og hvað þá styrktarþjálfun eða vaxtarrækt á þessum tíma. 90% af þeim sem fara í ræktina, þó þeir taki því frekar alvarlega, komast aldrei upp í 150kg í bekk.