Hann er augljóslega að reyna að selja út á hugmyndina að það sé til eitthvað sem kallast “hardgainer”, í mínum huga er slíkt ekki til. Ég hélt ég væri slíkur þangað til ég ákvað að taka mig til í smettinu og éta almennilega og viti menn, ég fór að stækka.
Oft talar grannt/horað fólk að það geti borðað fáránlega mikið án þess að þyngjast. Þá er það að tala um kannski engann eða lítinn morgunmat, meðalstóran hádegismat og svo kannski meðalstórann til stórann kvöldmat. Þegar maður telur þetta saman þá er þetta örugglega ekki einusinni 2000 kaloríur! Sem er ekki mikið.
Þú getur borðað mikið en lyft vitlaust og bætt á þig vöðvamassa en ef þú lyftir fullkomlega rétt en borðar ekki þá bætirðu engum vöðvamassa á þig.