Ég held að það sé nóg að koma sér bara í rétt hugarástand, t.d. með því að horfa á myndbönd af einhverjum bodybuilderum að æfa. Eða með því að hlusta á ákveðna tónlist eins og fólk hefur verið að tala um hér fyrir ofan.
Einnig finnst mér mjög mikilvægt að fara í gegnum æfingarnar í huganum áður en maður framkvæmir þær, get oftast lyft þyngdinni oftar ef ég tek smá tíma fyrir sett og ýminda mér í rauntíma að ég sé að gera æfinguna, anda í takt við það sem ég sé fyrir mér og fæ hjartsláttinn til að slá hraðar, ýminda mér hversu þung lóðin séu og að hvert rep sé gott og þá ætti maður að vera helvíti góður í settið. Sumum myndi kannski finnast þetta kjánalegt hugmynd en þetta svínvirkar fyrir mig. Hef tekið segjum 5 rep í setti (án þess að visualiza æfinguna fyrst) og verið að faila í síðasta reppinu en farið síðan í gegnum æfinguna fyrst í huganum fyrir næsta sett og náð 7 reppum. Hef líka tekið þyngd sem ég gat ekki loftað í eitt rep, farið svo í gegnum æfinguna í huganum og tekið það 6 sinnum.
Ég var náttúrulega ekki alveg viss með það hvort það myndi hjálpa manni að visualiza æfinguna fyrirfram þannig ég testaði það og finnst það virka.