Ég er núna í ferkar langan tíma búin að vera með “króníska hálsbólgu”. Ég kemst aldrei í að hósta og allt það, ég bara finn til í hálskirtlunum. Svo eru búin að vera að koma svona graftarkorn af þeim óvenjulega mikið nýlega.
Ég hef alltaf verið með frekar stóra hálskirtla og alltaf smá vesen með þá, en hef ekki viljað fara og láta taka þá einfaldlega af því ég er hálf hrædd við að fara í aðgerð.
Nú er ég að fá nóg af þessu veseni.
Hefur einhver reynslu af svona? Mig grunar að það séu frekar margir hérna sem hafa látið taka úr sér hálskirtlana, þetta er svo algengt. Af hverju eru þeir venjulega teknir? Er það bara ef þeir eru til vandræða eða þarf maður að vera eitthvað sérstaklega slæmur?
Bætt við 30. janúar 2010 - 12:35
Og já - Ég vaknaði í morgun með sáran sting í öðrum hálskirtlinum og á erfitt með að kyngja, samt ekki með hita eða slöpp eða neitt annað sem fylgir hálsbólgu, bara þessi verkur.
Læknir eða ekki læknir?