Fysioterapeut er að mínu viti svipað og sjúkraþjálfari, og hann hefur sjálfsagt vitað sínu viti.
Taugin sem klemmist, n. tibialis, greinist í sundur eftir hún tekur beygjuna miðlægt undir hælinn, og sársauki getur fylgt hvaða grein sem er eftir því hvaða hluti taugarinnar var klemmdur áður en hún greindist í sundur. Þessvegna er staðsetning sársaukans ekkert ólíkleg í tarsal tunnel.
Mynd:
http://home.comcast.net/~WNOR/soleoffoot4.jpgErtu með rafstraums eða bruna tilfinningu? Ertu með doða eða náladofa á fætinum eða tánum? Leiðir verkurinn út með fætinum? Allt þetta myndi benda á Tarsal tunnel, og sömuleiðis talar fólk með tarsal tunnel um tilfinningu eins og það vanti púða undir fótinn, rétt eins og ég hjó eftir að þú gerðir. Fólk með tarsal tunnel fær verk sem byrjar stuttu eftir að það stendur á fætur, á meðan fólk með plantar fasciitis fær sársauka í fyrstu skrefunum um morguninn, en skánar svo við hreyfingu framan af.
Hælspori er beinafmyndun á hælbeininu
mynd:
http://www.nynjfootandankle.com/images/heel%20spur1.jpgá meðan plantar fasciitis er bólga í sinabreiðunni sem tengist hælnum á þessum stað. Flestir þeirra sem fá plantar fasciitis eru með hælspora, en margir hafa hælspora án þess að finna fyrir neinu. Nákvæmlega afhverju er ekki vitað.
Mér finnst tarsal tunnel vera möguleiki eftir þetta samtal, en það er ekki læknisráð, vegna þess að:
a) ég er ekki læknir, ég tala ekki sem menntaður fagmaður á heilbrigðissviði.
b) ég hef ekki framkvæmt neina skoðun!
Þú hefur þann kost helstann í stöðunni að leita til læknis, helst bæklunarlæknis og fá vandamálið greint. Mig minnir að Guðmundur Örn Guðmundsson sé dálítið sérhæfður í fótum, hann er með stofu í Orkuhúsinu, en annars eru þeir margir góðir.
Ef þú hefur fleiri spurningar, by all means.