flestum ávöxtum, grænmeti, korntegundum, kryddum ofl. ^^
Það er sannarlega hveiti í mörgu, og ef hafrar og maís eru þarna líka þá er ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að morgunkorni og viðbitum. Ég efast hinsvegar um að Kolbrún eigi eftir að gera miklar athugasemdir við þetta fæði sem þú nefnir (ég þekki að vísu ekki magnið), maðurinn þróaðist við aðstæður þar sem hann neytti aldrei kornmetis.
Þú ert að missa út ákveðinn hóp af kolvetnum, ég myndi reyna að skipta því út fyrir grænmeti og hrísgrjón. Ég borðaði mikið af hrískökum þegar ég var á baseline-fæði, það er hægt að nota þær í staðinn fyrir brauð (álegg, grænmeti, osfrv.) 1xfjölvítamín á dag hefur fáa skaðað.
Sumt fólk er með afar alvarlegt hnetuofnæmi, jarðhnetur eru sérstaklega varasamar að því er virðist, en það þarf ekki að eiga við um þig. Ef þú hefur einhverntíman fengið alvarleg einkenni (ofsakláða, útbrot, astma, bólginn háls og andlit) þá myndi ég varast hneturnar (og fá mér adrenalín penna), annars treysti ég mér ekki til að ráðleggja um það sérstaklega.
Svo er spurning hvort lítið magn af hveiti í matvælum fer illa í þig, og eins hvernig þetta er meðhöndlað. Ertu með ofnæmislyf sem virka? Ég hef notað Kestine (Ebastine) með góðum árangri.
Sami disclaimer: Ég er ekki læknir, ekki læknisráð etc.