Já, og persónulega finnst mér betra að æfa á minni stöðum. Sem eru bæði ódýrari og færra fólk.
Hálft ár úti á landi er í kringum 10-15 þúsund. En þá erum við kannski ekki að tala um eins mikla möguleika sem þú hefur inni í þessum pening.
Ég veit ekkert skemmtilegra en að vera t.d. ein (já svo til) í salnum í kósý-rólegheitastemningu.
…Fara svo í póttinn eða synda á eftir …Lúxus.
Persónulega myndi ég ekki tíma þessum peningi.
Ég hef heyrt því fleygt að fólk sem mætir að jafnaði t.d. í spinninghóptíma, þeir nái svo vel út úr tímunum (það er líka farið í þreksalinn í einhverjum tímum) vegna þess að þeir eru í hóp sem þeir finni sig í og eru ekki bara persóna með pening og kort. …Svo þegar þessir sömu aðilar hafa prófað að fara í þessar stóru stöðvar, þá ná þeir eingu út úr æfingatímunum, þar sem þeim finnst þeir vera einir í einhverju víðfemi.
Æj, þetta tengist þræðinum ekki beint, en mér langaði bara að benda þér á þetta, þar sem þú þarft ekki að eyða svona miklum pening í þetta. Það eru sennilega fínustu aðstöður í venjulegum íþróttahúsum og sundlaugum á svæðinu.
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann