Ég er ekki læknir, og þaðan af síður sérfræðingur í bæklunarlækningum, en eftir því sem ég veit er sjaldan mælt með algerri fjarlægingu, sérstaklega ekki hjá ungu fólki.
Ef ég væri í þinni stöðu myndi ég fá álit annars sérfræðings, athuga hvort ekki væru önnur úrræði í stöðunni.
Panódíl inniheldur alveg sama efni og parkódín, í parkódíni er bara bætt við afar litlum skammti (10mg) af kódeini, sem er morfín-skylt efni, þannig að þau ættu að fara svipað í maga.
Ef þú ákvaðst með sérfræðingnum að bíða með aðgerð, þá myndi maður halda að hann eða heimilslæknir hefðu umsjón með konservatívri meðferð, þar með talið verkjalyfjum.