Já, mikið rétt. Til dæmis í fyrstu viku; (A) mánudagur, (B) miðvikudagur, (A) föstudagur og í annarri viku; (B) mánudagur, (A) miðvikudagur og (B) föstudagur.
Ástæðan er sú að þú þarft um 48 klukkustundir í hvíld á milli æfinga til þess að gefa líkamanum tækifæri á að taka út vöxt. Þess vegna er einnig mjög mikilvægt að þú sofir vel.
Eftir fyrstu þrjá mánuðina sérð þú hvers vegna þetta skiptir máli. Þá ættir þú að hafa náð tækninni nokkuð vel og getur farið að einbeita þér af því að þyngja lóðinn. Það er mjög sniðugt að halda einhvern veginn utan um árangurinn í upphafi, það er bæði hvetjandi og kemur í veg fyrir að þú setjir of mikið á slárnar.
Svo er hér önnur sérstaklega góð síða sem þú getur dundað þér við að skoða meðan þú ert í byrjendaprógramminu:
http://www.exrx.net/Exercise.html. Undir tenglinum Strength Standards getur þú fundið viðmið um styrkleika miðað við líkamsþyngd. Til dæmis í
réttstöðulyftu, ef þú ert um 70 kílógrömm (148 pund), er eðlilegt að einstaklingur sem hefur enga þjálfun lyfti um 60 kílógrömmum (með þyngdinni á slánni alltaf, sem er um 20 kílógrömm).